Makalaus sambúð á Hólmavík

640-tan6
Æfingar eru að hefjast hjá Leikfélagi Hólmavíkur á gamanleiknum Makalaus sambúð eftir Neil Simon. Ásgeir Sigurvaldason hefur verið ráðinn leikstjóri og Leikfélagið auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í uppfærslunni, en í leikritinu eru 8 hlutverk. Einnig vantar að venju sviðsfólk, búningafólk, hvíslara, sminkara, miðasölufólk og margt fleira. Reiknað er með að æfingar hefjist eftir helgi og hefðbundið æfingatímabil stendur yfir í 6-8 vikur. Áhugasamir ættu að hafa samband við stjórn Leikfélagsins, en í henni eru Ingibjörg Emilsdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir og Agnes Jónsdóttir.