Lóuþrælar, Sandlóur og Norðurljós

Vortónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða í Félagsheimili Hvammstanga laugardagskvöldið 5. apríl 2008 og hefjast kl 21:00. Stjórnandi er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir. Gestakór að þessu sinni verður Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík, en stjórnandi hans er Sigríður Óladóttir. Á dagskrá verður karlakórssöngur, kvennakórssöngur og samsöngur Lóuþræla, Norðurljósa og Sandlóa.

Kynnir kvöldsins er Valey Sara Árnadóttir, en Pétur Pétursson læknir á Akureyri verður með hugleiðingu á léttum nótum. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi, en aðgangseyrir er kr. 2000,  frítt fyrir börn og unglinga að fermingu.