Lömbin komin út

Tíðindamenn strandir.is lögðu leið sína út í Broddanes í gærmorgun og hittu fyrir Guðbjörn Jónsson sem var að láta út lambfé. Hann var ánægður með lömbin sín og ærnar, eins og bændur eru á góðviðrisdögum. Vorið hlýtur að fara að nálgast fyrst lömbin eru komin á beit. Tækifærið var gripið og tekin mynd af Guðbirni með eitt lambið og líka af lambám í stíu og fylgja þær hér með að neðan. Það voru 7 ær bornar og allar tvílembdar og lofuðu tíðindamenn hátíðlega að segja satt og rétt frá því, en ýkja ekki fjöldann og hafa þær þrílembdar.

350-lomb1400-lomb1 400-lomb2 400-lomb3

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir