Lokakvöld NORCE strandmenningarverkefnis

Haf og landÍ tilefni af því að þriggja ára fjölþjóða strandmenningar- verkefninu NORCE var að ljúka fyrir skömmu, verður haldið matarkvöld á Blönduósi föstudaginn næstkomandi, 30. nóvember. Húnaflóasvæðið var einn samstarfsaðilanna í NORCE, undir forystu Byggðasafnsins að Reykjum. Eitt af markmiðum verkefnisins var að kynna matarmenningu svæða og var m.a. gefin út matreiðslubók til að kynna hana fyrir veitingamönnum og matráðum. Á föstudaginn verður afrakstur verkefnisins kynntur og sagt frá nokkrum verkefnum, tengdum strand- og matarmenningu á Húnaflóasvæði. Dagskráin byrjar kl. 18:00 á Pottinum og pönnunni á Blönduósi, með kynningu.

Glæsilegur matseðill verður á boðstólum í anda Strandmenningarverkefnis og mun maturinn kosta 2000 krónur á manninn.  Hópferðabíll frá Ströndum er í boði verkefnisins og tekið á móti pöntunum í síma  898-5154 (Gudrun Kloes).