Ljósmyndasýning á Kaffi Norðurfirði

Arnar Bergur Guðjónsson Ísfirðingur og áhugaljósmyndari setur upp sýningu með myndum úr Árneshreppi í Kaffi Norðurfirði sumarið 2011. Sýningin hefst í dag klukkan 10:00 og stendur til 21. ágúst. Arnar Bergur fetar í fótspor Ágústs Atlasonar (2009) og Arnaldar Halldórssonar (2010) sem sýndu myndir sínar á Kaffi Norðurfirði og vöktu mikla lukku meðal kaffigesta síðastliðin sumur. Sýningin er öllum opin og prýða myndir þessa efnilega ljósmyndara veggi kaffihúsins í allt sumar. Myndirnar verður hægt að kaupa beint á staðnum ásamt því að þau koma áhugasömum í samband við Arnar Berg.


Meðfylgjandi mynd er frá sýningu Ágústar Atlasonar 2009.