Lítil flugvél valt á Hólmavíkurvelli

Flugstöðin Hólmavík

Tveir menn sluppu þeir með skrekkinn þegar lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Hólmavíkurflugvelli í gær, en vélin valt og endaði á þakinu. Malarslitlag er á flugvellinum á Hólmavík og snjór yfir. Ekki er vitað hve miklar skemmdir urðu á vélinni. Frá þessu er sagt á visir.is.