Listasýningar opna í dag kl. 18:00

Einn allra stærsti viðburður Hamingjudaga í ár eru listasýningar sem eru staðsettar í gamla kaupfélagshúsinu við Höfðagötu. Hópur fólks hefur unnið við að koma húsnæðinu í viðunandi horf og má segja að nú gefi það glæsilegustu galleríum lítið eftir. Fréttaritari strandir.is kíkti á undirbúninginn og tók nokkrar myndir, en þær Hildur Guðjónsdóttir og Ingibjörg Emilsdóttir sem eiga veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu voru í óðaönn að bora í veggi á meðan Ásdís Jónsdóttir, setti vatnslitamyndir í ramma. Listasýningarnar verða opnaðar með pompi og prakt, léttri hressingu og tónlistaratriðum kl. 18:00 í kvöld og eru allir hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar um listamennina sem sýna á sýningunni má nálgast á vefnum www.hamingjudagar.is.

K

Inga Emils hamast á veggnum. Þess má geta að veggurinn laut í gras að þessu sinni eftir harða baráttu.

Verk Einars Hákonarsonar eru stórglæsileg og eftirtektarverð.

atburdir/2007/580-listasyn-undirbuin3.jpg

Inga og Hildur ásamt Ásdísi Jónsdóttur sem sýnir níu vatnslitamyndir á sýningunni.

Ljósm. Arnar S. Jónsson