Lions gefur Strandabyggð bekki

Við setningarathöfn Hamingjudaga á Hólmavík í Hnyðju um síðustu helgi kvöddu þau María Játvarðardóttir og Jón E. Alfreðsson sér hljóðs. Þau voru mætt á staðinn sem fulltrúar Lions-klúbbsins á Hólmavík, sögðu stuttlega frá starfseminni og greindu síðan frá því að Lionsklúbburinn gæfi Strandabyggð tvo veglega bekki sem biðu utan við húsið. Þessi veglega gjöf er vel til fundin, því bekki sem gott er að tilla sér á, hvíla lúin bein og njóta kyrrðar og veðurblíðu, hefur vantað tilfinnanlega í þorpið á Hólmavík. Allmörg nestisborð eru hins vegar í þorpinu og mikið notuð.

Jón og María segja frá Lions – ljósm. Jón Jónsson/strandir.is