Lífsbjörg litlu stúlkunnar fundin

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist inn á ritstjórnarskrifstofu strandir.is að blóðgjafi handa litlu stúlkunni í Frakklandi sem sagt var frá á vefnum fyrr í dag er fundinn. Það kom í ljós eftir að Matthías hótelstjóri á Laugarhóli í Bjarnarfirði hringdi í blóðbankann í Frakklandi sem sér um mál stúlkunnar með tilkynningu um að blóðgjafi hefði fundist hér á Ströndum, en fjölskylda í Hrútafirði hafði sett sig í samband við Matthías eftir að hafa lesið fréttina á strandir.is og boðist til að hjálpa stúlkunni. Í þeirri fjölskyldu eru þrír aðilar í þessum einstaka blóðflokki. Matthías vill koma hjartanlegum þökkum til fjölskyldunnar og er henni mjög þakklátur fyrir að setja sig í samband við sig.

Matthías er að sjálfsögðu afar hamingjusamur yfir því að stúlkan, sem er aðeins eins árs gömul, skuli eigi von á hjálp á næstunni. Blóðbankinn í Frakklandi fann semsagt franskan mann í morgun sem mun leggja litlu stúlkunni lið í baráttunni.