Líf og fjör í Hvalsárrétt

Ljósm. Róbert SchmidtÞað var víða líf og fjör í réttum á Ströndum um helgina, þótt votviðrasamt væri í meira lagi og ekki laust við að menn yrðu varir við haglél og álíka fyrirbæri á fjöllum uppi. Róbert Schmidt frá Súgandafirði var einn af þeim sem mætti í Hvalsárrétt í Hrútafirði. Róbert tók meðfylgjandi mynd í réttinni þar sem fjölmenni var saman komið og lét rigningu lítið á sig fá. Finna má fjölmargar fleiri myndir frá Hvalsárrétt á vefsíðu hans og einnig pistil úr réttunum.