Líf og fjör á skákmóti í Trékyllisvík

Hrafn JökulssonÞað var líf og fjör á skákmóti fyrir börn og fullorðna í Trékyllisvík á dögunum, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Að mótinu stóðu Hrókurinn og Skákfélag Árneshrepps og var Hrafn Jökulsson skákstjóri, en skáklíf hefur verið blómlegt í Árneshreppi síðustu árin og þar hafa verið haldin mörg mót og fjöltefli. Alls tóku 18 keppendur á öllum aldri þátt í mótinu og fengu öll börnin sem tefldu verðlaun fyrir þátttökuna. Það voru Jón Jónsson á Kirkjubóli, Torfi Guðbrandsson fv. skólastjóri í Finnbogastaðaskóla og Björn Torfason á Melum sem voru í verðlaunasætum í flokki fullorðinna og Arnór Jónsson sigraði í barnaflokki.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-skakmot9.jpg

frettamyndir/2007/580-skakmot8.jpg

frettamyndir/2007/580-skakmot6.jpg

frettamyndir/2007/580-skakmot4.jpg

frettamyndir/2007/580-skakmot3.jpg

frettamyndir/2007/580-skakmot11.jpg

frettamyndir/2007/580-skakmot10.jpg

Ljósm. Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir