Leikfélagið setur upp Sweeney Todd

640-tan3

Leikfélag Hólmavíkur ætlar nú í byrjun ársins að setja upp leikritið Sweeney Todd, morðóði rakarinn við Hafnargötuna. Eyvindur Karlsson hefur verið ráðinn leikstjóri og er fyrirhugað að byrja æfingar strax í næstu viku og áætlað að frumsýna á bæjarhátíðinni Hörmungardögum á Hólmavík. Fyrsti fundur með leikstjóra verður miðvikudaginn 7. janúar kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Stjórn félagsins hvetur alla áhugasama til að mæta þar til fundar, bæði þá svið vilja leika, sjá um leikmynd, ljós og búninga og allt hitt sem svona uppfærslu fylgir. Í stjórn Leikfélags Hólmavíkur eru nú Ásta Þórisdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir gjaldkeri og Eiríkur Valdimarsson ritari.