Leikfélagið í Mosfellsbæ

Leikfélag Hólmavíkur mun eins og fleiri Strandamenn heimsækja höfuðborgarsvæðið á sunnudaginn, en þá verður sýning á gamanleikritinu Fiskum á þurru landi eftir Árna Ibsen í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Sýningin hefst kl. 19:00. Leikfélagið hefur lagt í töluverðar leikferðir með stykkið og sýnt í Ketilási, Árneshreppi, Þingeyri, Bolungarvík, auk Hólmavíkur.