Leikfélagið er farið að æfa

Leikfélag Hólmavíkur er farið af stað með æfingar á nýju leikriti. Leikverkið sem stefnt er að að setja upp heitir Fiskar á þurru landi og er eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Fjórir leikarar taka þátt í sýningunni, tveir karlmenn og tvær konur. Fyrsti leiklestur var 1. mars og áætluð frumsýning er sex vikum síðar eða fimmtudaginn 13. apríl (skírdag). Eins og alltaf hjá leikfélaginu verða nokkrar sýningar hér á Hólmavík, farið verður líklega síðan af stað og sýnt á Drangsnesi, Árnesi og mörgum fleiri stöðum.

Leikhópurinn og leikstjórinn á æfingu – ljósm. Ester Sigfúsdóttir