Leikæfing og fundur í kvöld

Stjórn Leikfélags Hólmavíkur og Skúli Gautason ákváðu á fundi í gær að láta reyna á uppsetningu á hinu frábæra verki Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. Enn vantar eitthvað af fólki til að leika, sérstaklega karla, en ef karlmenni fyrirfinnast ekki á Ströndum er reiknað með að konur skipi helstu hlutverk. Einnig eru nokkur hlutverk þar sem enga textarullu þarf að leggja á minnið. Ennfremur vantar Leikfélagið sviðsmenn, leikmunareddara, saumafólk, búningafólk, kaffiuppáhellara, ljósamenn og fólk í mörg önnur störf. Fyrsta æfing er í kvöld kl. 20.30 í Rósubúð á Hólmavík, húsi Björgunarsveitarinnar. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.