Landinn skoðar vegagerð í Bjarnarfirði

vegagerð Bjarnarfirði

Í Landaþætti í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var fjallað um vegagerð í Bjarnarfirði sem nú stendur yfir, en verið er að leggja nýjan rúmlega 7 km langan veg yfir Bjarnarfjarðarháls að Svanshóli. Þátturinn er aðgengilegur á Sarpinum á vef Rúv til 30. júlí næstkomandi og er hægt að nálgast hann undir þessum tengli og byrjar umfjöllunin á 12 mínútu.