Kynning á skjólum úr æðardúni á Café Riis

580-skammdegisganga2
Dóróthea Sigvaldadóttir frá Hafrafelli í Reykhólasveit (Dóra á Skriðulandi) verður með kynningu á Café Riis á Hólmavík þann 4. apríl frá kl. 17-20. Þar kynnir hún sína eigin uppfinningu og hönnun á heilsuskjólum úr íslenskum æðardún. Um er að ræða bæði sölu og kynningu á háls-, herða-, únliðs-, og ökla heilsuskjólum og einnig hátísku herðaskjólum, en þessi skemmtilegu skjól eru úr silki og satíni og fyllt með íslenskum æðardún. Allir eru velkomnir á Café Riis á miðvikudaginn.