KSH með nýja heimasíðu

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.ksholm.is og jafnframt hefur veirð tekið í notkun nýtt merki félagsins. KSH stendur í stórræðum þessa dagana og verið er að byggja við verslunarhúsið við Höfðatún og stendur til að sameina rekstur sjoppu og verslunar undir einu þaki. Þá kemur fram á nýju heimasíðunni að auglýst hefur verið eftir verslunarstjóra í sameiginlegri verslun og söluskála og er umsóknarfrestur fram á 1. nóvember.