Kór Átthagafélagsins syngur á sunnudaginn

645-atthagafelagskor

Árlegir vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna vera haldnir sunnudaginn 27. apríl og hefjast kl. 17.00. Þeir eru að þessu sinni haldnir í Árbæjarkirkju. Stjórnandi kórsins er Agota Joó og undirleikari á píanó er Vilberg Viggósson. Aðgangseyrir er 2.500.- og frítt er fyrir 14 ára og yngri. Vefurinn strandir.is hvetur alla Strandamenn syðra til að mæta á tónleikana hjá kórnum.