Kindur lentu í snjóflóði í Árnesdal


Stórt snjóflóð féll í síðustu viku við Þrílæki í Árnesdal í Árneshreppi á Ströndum. Að minnsta kosti þrjár ær drápust í þessu mikla flóði en þær fundust eftir að hrafnagangur sást yfir flóðinu. Þegar að var gáð var tófan búin að grafa frá hræjunum og byrjuð að gæða sér á þeim. Eins og sést á myndunum er flóðið nokkuð umfangsmikið og þykkt svo ómögulegt er að vita hvort fleiri kindur séu undir því.

Snjóflóð í Árnesdal – ljósm. Valgeir Benediktsson