Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, í Hólmavíkurkirkju 15. maí

karlakorrvikur

Föstudaginn 15. maí næstkomandi kl. 20 verða Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur með söngskemmtun í Hólmavíkurkirkju. Kórinn er að halda upp á 50 ára afmæli með söngferð til Vestfjarða og Stranda, en stofnandi kórs eldri félaga var Sigurður Þórðarson frá Gerðhömrum í Dýrafirði. Sigurður var stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur í áraraðir og stofnaði kórinn árið 1926. Söngstjóri Eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson sem einnig stjórnar Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór Reykjavíkur. Píanóleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir og einsöngvarar: Sigmundur Jónsson tenór og Strandamaður og Hallvarður S. Óskarsson. Söngmenn eru um 40.

Á söngskránni eru einkum lög eftir Sigvalda Kaldalóns, en einnig: Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Björgvin Guðmundsson, Sigfús Einarsson og fl. Miðaverð er kr. 1.500.