Kallað eftir efni í ferðablað

Margt smátt gerir fátt eitt, sagði einhverLokatörnin við vinnslu við ferðablaðið um Reykhólasveit og Strandir sem á að koma út á næstunni er að hefjast af fullum krafti. Ennþá er tækifæri fyrir ferðaþjóna að koma efni í blaðið og er bæði hægt að senda ritstjórn fullbúnar greinar eða punkta um starfsemina sem ritnefnd vinnur svo úr. Frestur til að skila inn efni hefur verið framlengdur til mánudagsins 3. mars, en senda á greinar, efni og myndir á arnkatla2008@strandir.is. Nokkrir punktar og greinar hafa borist og vill ritnefnd senda þeim þakkir sem höfðu fyrir því. Þeirra verður örugglega getið í blaðinu. Aðrir mega hugsa sitt ráð.