Kaffileikhús á Reykhólum


Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi stendur fyrir kaffihúsi og leiksýningum miðvikudagskvöldið 18. apríl, í Íþróttahúsinu á Reykhólum. Sýndir verða fjórir leikþættir og er hlé þar sem kaffiveitingar verða á boðstólum. Einn leikþátturinn er frumfluttur, en hann er eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur, formann Skruggu, sem hefur leikstjórnina með höndum. Leikendur eru fimmtán. Húsið verður opnað kl. 20.30 og hefst sýningin klukkan 21.00. Miðaverð er 2.000.- kr, en posi er ekki á staðnum.