Jón Ólafsson tónlistarmaður með tónleika í Hólmavíkurkirkju

Jón Ólafsson tónlistarmaður er einn ástsælasi fjölmiðla- og tónlistarmaður sem Íslendingar eiga. Á tónleikum í Hólmavíkurkirkju í kvöld, 29. maí, mun Jón leika frumflutt efni af nýjum geisladiski sem fengið hefur nafnið Hagamelur en hann kom út 16. maí síðastliðinn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00. Miðaverð er kr. 1.500.