Jólasveinar á ferli á Hólmavík

IMG_8997

Stekkjarstaur og Giljagaur voru á ferðinni á Hólmavík í morgun. Fyrst sögðust þeir vera að spekúlera í að taka jólabaðið í kalda pottinum við listaverkið Seið, en sögðust svo þurfa að flýta sér á leikskólann Lækjarbrekku til að skemmta sér með krökkunum þar og gefa þeim pakka. Þar dvöldu jólasveinarnir góða stund, léku sér í garðinum, sungu með börnunum sem voru einmitt á jólaballi og gleðilætin voru ógurleg á köflum.