Jólamarkaður Strandakúnstar opnar á laugardag

Jólamarkaður Strandakúnstar verður að þessu sinni í golfskálanum við Víðidalsána og verður opnaður með pomp og pragt laugardaginn 26. nóvember kl. 13. Markaðurinn verður með svipuðu sniði og venjulega, hlýlegt handverk og fleira gott til jólagjafa. Það verður heitt kakó á könnunni og vottað bakkelsi. Þeir sem eru með söluvarning eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 694-3306.