Jólamarkaður Strandakúnstar opnaði í dag

{mosvideo xsrc="jolamarkadur06" align="right"}Jólamarkaður handverksfélagsins Strandakúnstar opnaði í dag í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það er árviss viðburður fyrir jólin að Strandakúnst standi fyrir markaðnum. Ásdís Jónsdóttir varð á vegi kvikmyndatökumanns strandir.is sem tók viðtal við hana þar sem hún var að undirbúa opnunina í morgun. Að sögn Ásdísar verður markaðurinn opinn frá kl. 13:00 – 16:00 alla daga fram að jólum og þar verður meðal annars hægt að kaupa nýútgefna bók Óla E. Björnssonar Minningar af Ströndum – Frá Smáhömrum og Þrúðardal ásamt vönduðu handverki af Ströndum. Hinar heimskunnu kleinur Ásdísar verða að sjálfsögðu einnig til sölu á markaðnum.


.