Jólamarkaður í Golfskálanum

Jólamarkaður Strandakúnstar verður að þessu sinni í golfskála Golfklúbbs Hólmavíkur ofan við Skeljavíkurgrundir. Markaðurinn verður með svipuðu sniði og venjulega, hlýlegt handverk og fleira gott til jólagjafa. Það verður heitt kakó á könnunni og vottað bakkelsi. Væntanlega verða jólasveinar á ferðinni þegar nær dregur jólum, og ýmislegt húllumhæ. Þeir sem eru með söluvarning eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Ásdísi Jónsdóttur í síma 694-3306. Opnað verður með pomp og pragt laugardaginn 26. nóvember kl. 13:00.