Jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir jólaföndri fyrir skólabörn, aðstandendur þeirra og aðra sem áhuga hafa fimmtudaginn 7. desember kl. 16:30-18:30. Viðburðurinn fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar er ætlunin að mála piparkökur, veitingar verða til sölu og líklegt að jólasveinar kíki í heimsókn.