Jóladagatal Leikfélags Hólmavíkur

Á síðasta ári birti Leikfélag Hólmavíkur vefútgáfu af leiklestri á barnaleikritinu Jóladagatalinu síðustu þrettán dagana fyrir jól og birtist nú leikritið hér í heild sinni. Jóladagatalið var samið árið 1989 af nokkrum leikfélögum og sýnt þá um jólin. Það var svo sett upp aftur árið 2000 á Hólmavík og hefur einnig verið sýnt á nokkrum öðrum stöðum á landinu. Útgáfan sem hér birtist var lagfærð lítillega og uppfærð fyrir leiklesturinn 2014, bæði til að stykkið þætti betur í takt við nútímann og svo það hentaði betur í útvarpsútgáfu.