Jólabingó á Hólmavík 22. des

580-bingo3

Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir jólabingói í félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 22. desember. Hefst skemmtunin kl. 17:00 og er fjöldi veglegra vinninga í boði. Á boðstólum verða vöfflur í hléinu og allir eru hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá Félagsmiðstöðinni Ozon.