Jólaball á Hólmavík annan í jólum

Jólatrésnefndin minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Jólaballið hefst kl. 14:00 og eru allir íbúar á Ströndum hjartanlega velkomnir! Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn Bjarna Ómars Haraldssonar skólastjóra Tónskólans, dansað verður í kringum jólatréð og vonandi sjá jólasveinar sér fært að kíkja í heimsókn – jafnvel með eitthvað góðgæti í poka? Fjöldi aðila standa að jólaballinu að þessu sinni og má þar nefna sveitarfélagið Strandabyggð, Hólmadrang, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Sparisjóð Strandamanna og Arion banka. Frítt er inn fyrir alla.