Jólaball á Hólmavík á annan í jólum

Árviss jólatréskemmtun verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík á annan í jólum, sunnudaginn 26. desember kl. 14:00. Þar verður að venju gengið í kringum jólatré og sungnar jólasvísur og kvæði, auk þess sem jólasveinar koma í heimsókn og taka þátt í gleðskapnum. Ef að líkum lætur verða þeir með eitthvað fyrir börnin meðferðis. Allir eru hjartanlega velkomnir á jólaballið, aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá þátttöku fyrirfram.