Jólaball á Hólmavík


Hin árlega jólatrésskemmtun á Hólmavík verður haldin miðvikudaginn 26. desember (annar í jólum) kl. 14:00. Skemmtunin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður sungið og dansaði í kringum jólatréð og jólasveinarnir ætla að kíkja í heimsókn. Aðgangseyrir á skemmtunina er kr. 500 á barn sem greiða skal við innganginn. Jólatrésnefndin hlakkar til að sjá sem allra flesta á jólaballinu um leið og hún óskar Strandamönnum öllum gleðilegra jóla!