Jólaball á Hólmavík

     Það var góð stemmning á jólaballi á Hólmavík í gær, gengið í kringum jólatré, sungið og trallað. Jólasveinarnir létu sig ekki vanta og mættu fjórir saman, Giljagaur, Hurðaskellir, Kertasníkir og Guggagægir. Voru þeir að venju með gott í poka, svo allir fóru glaðir heim. Jólatrésskemmtun er árviss viðburður á annan í jólum á Hólmavík og skipar fráfarandi jólatrésskemmtunarskemmtinefnd nýja nefnd.

640-joli1 640-joli2 640-joli3 640-joli4 640-joli5 640-joli6

Jólasveinar á jólaballinu á Hólmavík – Ljósm. Ester Sigfúsdóttir