Jafntefli í tippleiknum

Viðureign þeirra Smára Gunnarssonar og Jóns Eðvalds Halldórssonar í tippleik strandir.is um helgina lyktaði með jafntefli. Kapparnir voru heldur betur í stuði, náðu hvor um sig átta stigum og verða því að mætast aftur á næstu helgi. Þetta háa stigaskor er heilmikið afrek, ekki síst í ljósi þess að þáttakendum leist fyrirframekkert sérstaklega vel á seðil helgarinnar. Jón Jónsson hefur enn örugga forystu í tippleiknum, en nægur tími er til stefnu fyrir Strandatippara til að ná honum – tippleikurinn mun standa allt til loka keppnistímabilsins í Englandi næsta vor. Hér fyrir neðan eru úrslit helgarinnar auk stöðunnar í leiknum þessa stundina:

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
3. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
4. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
5. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
6. Jón Eðvald Halldórsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
7-9. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
7-9. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
7-9. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

SMÁRI

NONNI

1. Wigan – Tottenham

2

2

2

2. Arsenal – Blackburn

1

1

1

3. Man. City – Liverpool

2

2

2

4. Aston Villa – Charlton

1

1

X

5. Sunderland – Birmingham

2

2

2

6. Portsmouth – Chelsea

2

2

2

7. Leicester – Sheff. Utd.

1

2

X

8. Preston – Watford

X

X

2

9. Plymouth – Reading

2

2

2

10. Luton – Crystal Palace

1

X

1

11. Coventry – Norwich

X

2

X

12. Sheff. Wed. – Stoke

2

1

1

13. Brighton – Derby

X

2

2

 

 

8 réttir

8 réttir