Ísing á vegi

Veður skipast skjótt í lofti, en allir aðalvegir á Ströndum og Vestfjörðum hafa verið auðir síðustu daga. Í morgun var hins vegar slydda og snjókoma, en þó hiti sé yfir frostmarki hefur myndast ísing á vegi og hreinrækuð hálka hér og þar, t.d. í Steingrímsfirði við Hólmavík og Hrófárbrúna þar sem aðstæður eru slæmar vegna blindhæðar og einbreiðrar brúar og einnig í beygjunum við Sævang og Kirkjuból. Sjálfsagt eru svipaðar aðstæður víðar og vegfarendur eru því beðnir um að fara nú varlega.