Íbúðarhúsnæði í eigu Strandabyggðar lagfært

Á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að starfshópur á vegum sveitarfélagsins hefur nú lokið við úttekt á öllu íbúðarhúsnæði í eigu Strandabyggðar. Gert hefur verið yfirlit um það sem þarf að laga og er stefnt að því að vinna að umbótum næstu vikur og mánuði. Hafa starfsmenn áhaldahúss þegar byrjað á þeirri vinnu. Þörf á viðhaldi er mismikil, sumt er hægt að vinna fljótt og vel meðan annað krefst lengri tíma og stærri aðgerða. Sveitarfélagið á alls 9 íbúðir á Hólmavík, þar af eru 2 sameign með ríkinu. Þær eru allar í útleigu.