Íbúafundur í Strandabyggð

Íbúafundur á vegum sveitarfélagsins Strandabyggðar verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 15. janúar næstkomandi klukkan 20:00. Á dagskrá verður kynning á verkefnum sem framundan eru á vegum sveitarfélagsins. Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu eru allir sem áhuga hafa boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn.