Hvöss suðvestanátt í kvöld (þriðjudag)

hvass

Í stöðuuppfærslu á Facebook-vef Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík er varað við hvassri suðvestanátt á Ströndum. Þar segir að lognið muni flýta sér helst til mikið í kvöld og þau sem séu farin að viðra trampólínin ættu að koma þeim í skjól eða í það minnsta festa þau tryggilega svo þau reyni ekki flugtak. Sama gildi um aðra hluti og lausamuni sem svipað er ástatt um.