Hvassviðri og hálka

Nú er hvassviðri úr suðaustri á Ströndum eins og víðar um land og hálka á vegum. Á Ennishálsi er óveður, 24 m/s úr SSA og á Steingrímsfjarðarheiði er 21 m/s úr ASA og kviður fara á báðum stöðum yfir 32 m/s. Hálka er á öllum vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar og gefur því auga leið að það er lítið ferðaveður. Tveggja stiga hiti er á Ennishálsi, en við frostmark og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða veðurspá og færð vandlega.