Hressir krakkar í unglingavinnunni

320-unglingav1Fréttamaður strandir.is rakst á nokkra hressa krakka sem að voru að hefja sinn fyrsta starfsdag í unglingavinnunni á Hólmavík í dag. Ragnheiður H. Gunnarsdóttir er flokkstjóri og leiðbeinir krökkunum og starfsmenn áhaldahússins hjálpa til. Krakkarnir voru að týna rusl innanbæjar á Hólmavík í góða veðrinu. Mörg skemmtileg verkefni eru framundan hjá unglingavinnunni og verða krakkarnir örugglega skoppandi út um allar koppagrundir í sumar.

640-unglingav1
Kátir krakkar að hreinsa til – ljósm. Dagrún Ósk