Hrafn með upplestur og fjöltefli á Hólmavík

Á föstudaginn klukkan 14:00 verður fjöltefli í Grunnskólanum á Hólmavík, öllum opið, þar sem Hrafn Jökulsson sem er nú búsettur í Trékyllisvík mun spreyta sig gegn Hólmvíkingum og nærsveitungum í skák. Einnig hyggst Hrafn lesa úr nýútkominni bók sinni: Þar sem vegurinn endar, á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík klukkan 16:00. Hrafn mun svo heimsækja Hólmvíkinga aftur fljótlega og lesa úr bókinni á bókakvöldi á Héraðsbókasafninu, en sögusvið bókarinnar er Árneshreppur.