Hólmavík í vetrarbúning

Þótt ekki sé mikill snjór í nágrenni Hólmavíkur eftir vetrarveður og frost síðustu daga, þá er kominn talsverður snjór í þorpinu sjálfu. Fréttaritari strandir.is rölti um þorpið í ljómandi fallegu veðri á mánudaginn var og tók nokkrar myndir af húsunum í þorpinu, listaverkinu Seið og fleiru sem honum þótti myndrænt.

Hólmavík í vetrarbúningi – ljósm. Jón Jónsson/strandir.is