Hólmakaffi verður opið í sumar

640-holmakaffibetri
Undirbúningur fyrir opnun kaffihússins Hólmakaffi á Hólmavík hefur verið í fullum gangi síðustu daga, en það opnaði núna síðastliðinn sunnudag. Þetta krúttlega kaffihús verður opið í sumar og lögð verður áhersla á gott kaffi, heimabakað bakkelsi og fleira góðgæti að sögn Láru Guðrúnar Agnarsdóttur sem rekuð Hólmakaffi í sumar. Ef vel viðrar er hægt að sitja úti í góða veðrinu og gæða sér á ljúffengu kaffi og meðlæti. Hólmakaffi verður opið frá klukkan 11:00 – 18:00 alla daga í sumar.