Hólmadrangsmót í knattspyrnu

 Hólmadrangsmót HSS í fótbolta verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 19. nóvember kl. 11:00. Keppt verður í flokkum 6-9 ára, 10-11 ára og 12-13 ára. Þátttökugjald er kr. 1.200 á hvern leikmann. Innifalið eru m.a. pizzur frá Cafe Riis og þátttökuverðlaun fyrir keppendur. Enn er mögulegt að skrá sig með því að senda póst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is, en að sjálfsögðu verður einnig hægt að mæta beint á staðinn á morgun. Raðað verður í lið á staðnum. Styrktaraðilar mótsins eru Hólmadrangur, Strandabyggð og Vífilfell.