Hið mikla heimskautafélag heimsækir Hólmavík

580-vedurmynd1
Hið mikla heimskautafélag heimsækir Hólmavík á föstudagskvöldið 22. febrúar og verður með kynningu og spjall í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Hefst kynningin kl. 20:00 og verður sagt frá ferð um heimskautaslóðir Kanada. Einnig verður til sölu bók um leiðangurinn, Þar sem himinn frýs við jörð, ásamt mynddiski. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir enginn. Meðfylgjandi ljósmynd tók Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum.