Héraðsmót HSS á föstudag

580-heradsmot63-2

Héraðsmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) í frjálsum íþróttum verður haldið á Sævangsvelli föstudaginn 22. júlí og hefst það kl. 16:00. Það var áður á dagskrá 10. júlí, en þá varð vegurinn í og úr Árneshreppi ófær. Elísabet Kristmundsdóttir tekur við skráningum á netfanginu framkvhss@mail.com, en þeir sem voru áður búnir að skrá sig þurfa ekki að gera það aftur. Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.

 Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12-13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14-15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
35 ára og eldri karlar og konur 30 ára og eldri: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.