Héraðsbókasafnið fer í sumarfrí

Héraðsbókasafn Strandasýslu sem er staðsett í Grunnskólanum á Hólmavík er að fara í sumarfrí, en síðasti opnunardagur er annað kvöld, þriðjudaginn 26. júlí frá kl. 19:30-20:30. Eftir það verður safnið lokað þangað til skóli hefst í haust, eða þann 22. ágúst. Við hvetjum því alla til að fara og ná sér í lesefni fyrir sumarið á morgun. Nýir félagar eru velkomnir en allir geta orðið meðlimir í bókasafninu.