Heimsókn í Húsdýragarðinn

Þegar Strandamenn heimsækja höfuðborgina er ekki úr vegi að líta við í Húsdýragarðinum og heilsa upp á þau Strandadýr sem þar búa. Sauðburður virðist hafa gengið vel þetta vorið og ærnar báru sig vel. Þær eru flestar af Ströndum, frá Haraldi og Hrafnhildi á Hólmavík, Jóni Gústa í Steinadal og Guðfinni í Miðhúsum. Karluglan Snæfinnur sem fannst við Ós um árið var líka hinn sprækasti og sagðist vonast til að sleppa úr stóra fuglabúrinu fljótlega svo hann gæti flogið norður.

Ljósm. Jón Jónsson